Skemmdarvargar á ferð
Það er ekki annað hægt en að vorkenna fólki sem þarf að eyðileggja sumarblóm sem sett hafa verið niður víða í Reykjanesbæ til að minna okkur á það að sumarið sé komið. Blómaker framan við Sparisjóðinn í Njarðvík og höfuðstöðvar Víkurfrétta hefur fengið að kenna á skemmdarvörgum síðustu daga. Það er orðið fátt um fína drætti í blómakerinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Blómin hafa verið slitin af flestur stilkunum. Hugsanlegt er að hægt sé að hafa uppi á skemmdarvörgunum, því eftirlitsmyndavél í Sparisjóðnum kann að hafa gómað skemmdarvargana, sem hafa gert margar árásir á blómakerið.
Mynd: Blómakerið og þau fáu blóm sem ennþá eru heil. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mynd: Blómakerið og þau fáu blóm sem ennþá eru heil. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson