Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skautasvell í skrúðgarðinn
Laugardagur 16. október 2021 kl. 07:49

Skautasvell í skrúðgarðinn

Í hugmyndasöfnun sem fór fram á íbúavefnum Betri Reykjanesbær kom tillaga um að gera skrúðgarðinn í Keflavík að ævintýralegu leiksvæði en sú hugmynd fékk flest atkvæði. Til stendur að tengja þessa hugmynd við verkefnið Aðventugarðurinn. 

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar, fór yfir tillögu um að setja upp skautasvell í skrúðgarðinum á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar sem var haldinn í Gömlu búð 4. október síðastliðinn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Erindið var lagt fyrir framtíðarnefnd Reykjanesbæjar í lok september sem hefur samþykkt að kostnaður vegna kaupa á búnaði fyrir skautasvell verði tekin af fjárveitingum vegna hugmyndasöfnunar á Betri Reykjanesbæ. Menningar- og atvinnuráð fagnar þessu framtaki, segir í fundargerð ráðsins.