Skaut úr haglabyssu í Garði
Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra aðstoðuðu lögregluna á Suðurnesjum við handtöku á manni sem skotið hafði úr haglabyssu í Garðinum í gærkvöldi.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, sagði í samtali við Vísi að að skotin hafi ekki beinst að einum né neinum. Þarna hafi verið óvarlega farið með vopn í byggð.
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu.