Skattgreiðendur verða ekki fyrir skattahækkun eða lækkun
Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir jól. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir sveitarfélagið Reykjanesbær að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Þetta var samþykkt með öllum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 20. desember.