Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skattaparadísin er í Sandgerði
Þriðjudagur 4. ágúst 2009 kl. 11:09

Skattaparadísin er í Sandgerði

Sandgerði er sannkölluð skattaparadís þegar skoðaðar eru tölur frá Skattstjóranum á Reykjanesi um álagningu opinberra gjalda miðað við 30. júlí álganingarárið 2009. Það er hins vegar ekkert eftirsóknarvert við þennan skattaparadísartitil, því hann þýðir eingöngu það að skattgreiðendur í Sandgerði eru með lægstu launin að meðaltali yfir alla skattgreiðendur á Suðurnesjum og reyndar í öllu umdæmi skattstjórans, sem nær yfir Suðurnes og sveitarfélögin umhverfis Reykjavík.

Þannig greiddu Sandgerðingar að meðaltali 649.000 krónur í opinber gjöld. Grindvíkingar greiða hins vegar hæstu opinberu gjöldin á Suðurnesjum eða rétt tæpar 790.000 krónur. Til samaburðar greiða íbúar bæði á Seltjarnarnesi og í Garðabæ yfir 1.300.000 að meðaltali í opinber gjöld. Ekkert sveitarfélag á Suðurnesjum nær meðaltalinu yfir 800.000 krónur á mánuði á meðan öll hin sveitarfélögin í umdæmi stattstjórans fara ekki niður fyrir 800.000 krónur og eru flest yfir einni milljón króna. Það er því auðlesið úr gögnum skattstjórans að Suðurnes eru láglaunasvæði.

Meðaltal álagðra gjalda á Suðurnesjum eftir sveitarfélögum:

Grindavík 789.787 kr.
Vogar 748.277 kr.
Reykjanesbær 737.321 kr.
Garður 684.537 kr.
Sandgerði 649.049 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024