SKATTAKÓNGAR ERU AF SUÐURNESJUM, ÚTGERÐAMENN LANGGJALDAHÆSTIR ÞETTA ÁRIÐ
1. Garðar Brynjólfsson, Krossholti 15, Keflavík kr. 24.053.8322. Reynald Þorvaldsson, Skólavegi 42, Keflavík kr. 22.012.3443. Benóný Þórhallsson, Baðsvöllum 7, Grindavík kr. 19.145.8894. Reynir Jóhannsson, Ránargötu 3, Grindavík kr. 14.969. 974.....9. Arnbjörn Óskarsson, Heiðargarði 8, Keflavík kr. 9.167.216Opinber gjöld 55.806 einstaklinga í Reykjanesumdæmi voru gerð opinber í síðustu viku og eigum við Suðurnesjamenn fjóra gjaldhæstu einstaklingana og 5 af 10 gjaldhæstu einstaklingum að þessu sinni. Fjórir efstu menn eru útgerðarmenn að selja kvóta og skip en Arnbjörn Óskarsson, verktaki, sem endaði í níunda sæti varð fórnarlamb áætlunar og brosti hann ekki þegar álagningarseðillinn kom inn um lúguna. „Það kom mér mjög á óvart að lenda í þessari stöðu enda áætlunin engan veginn í samræmi við reksturinn. Það vill svo til að vegna mistaka hjá bókhaldara mínum barst skattframtalið ekki inn á réttum tíma. Við munum að sjálfsögðu ekki una þessari niðurstöðu og á ég von á að gjöldin verði á undir einni milljón. Á jákvæðu nótunum má segja að það hefði verið óskandi ef afkoman hefði verið svona góð. Ég hefði þá eflaust verið á hærri launum er margir forstjórar stórfyrirtækja á landsvísu. Ætli ég innrammi ekki þennan seðil, svona fyrir barnabörnin“ sagði Arnbjörn.