Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skátastúlkur bjarga litla bróður
Þriðjudagur 28. janúar 2003 kl. 18:15

Skátastúlkur bjarga litla bróður

Tvær níu ára skátastelpur komu í veg fyrir að illa færi þegar bróðir annarar þeirra slasaði sig. Eftir að hafa lært smá skyndihjálp í skátunum og neyðarnúmerið 112 í skólanum voru þær ákveðnar í að bjarga drengnum, Atla Reyni, sem skarst mjög illa á handlegg. Stúlkurnar, þær Kolfinna Jóna Baldursdóttir og Sigrún Guðbjörg Magnúsdóttir, eru ylfingar í skátafélaginu Heiðabúar í Reykjanesbæ.Í viðtali sem Stöð 2 tók við þær segjast þær hafa orðið hræddar en engu að síðu vitað hvað þær ættu að gera og með hjálp Neyðarlínunnar tókst þeim að búa um sár Atla Reynis áður en hann missti hættulega mikið blóð. Þessar ungu skátastúlkur eru sannarlega hetjur og góð fyrirmynd fyrir jafnaldra sína og þá sem eldri eru! Hægt er að skoða fréttina með því að sækja fréttatíma frá 25. janúar á vefsíðu Stöðvar 2, segir á vefsvæðinu www.scout.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024