Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 4. júlí 2000 kl. 18:31

Skátarnir og karfan í eina sæng

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að körfuknattleiksdeild UMFN og skátafélagið Víkverjar, fái afnot af Þórustíg 3 í Njarðvík. Félögin hafa verið húsnæðislaus um nokkurt skeið og eru forsvarsmenn þeirra mjög ánægðir með þetta framtak bæjaryfirvalda. Ragnhildur Ingólfsdóttir, gjaldkeri Víkverja, sagði að þetta breytti öllu fyrir starfsemina, sem hefur að mestu legið niðri undanfarin ár, sökum húsnæðisleysis. „Við fengum inni fyrir einn skátaflokk síðasta vetur, hjá séra Baldri Rafnssyni í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en það segir sig sjálft að það gengur illa að halda uppi starfi þegar við höfum ekkert fast aðsetur“, sagði Ragnhildur og ítrekaði ánægju sína með þessa ákvörðun bæjarins. Gunnar Þorvarðarson, fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, sagðist einnig vera mjög þakklátur fyrir að hafa fast húsnæði. „Bæjarstjórn Njarðvíkurbæjar lét körfuknattleiksdeildina hafa Þórustíg 1, á sínum tíma. Þegar byggt var við Njarðvíkurskóla, þurfti það hús að víkja og við vorum þá á götunni. Með þessari ákvörðun höfum við fengið aðstöðu fyrir skrifstofur og félagsaðstöðu. Húsið er á tveimur hæðum og ég geri ráð fyrir að við fáum aðra hæðina og Víkverjar hina“, sagði Gunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024