Skátar á Jamboree til Thailands
Sex skátar frá Skátafélaginu Heiðabúum fara á alþjóðlegt skátamót í Thailandi dagana 26. desember - 12. janúar. Mörg félög og einstaklingar hafa styrkt skátana til fararinnar en einnig hafa skátarnir tekið að sér ýmis verkefni til að afla fjár til ferðarinnar.
Thailandsfararnir vilja senda öllum þeim sem hafa styrkt þau þakkir og jólakveðju.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Heiðabúana í bolum sem Sparisjóðurinn í Keflavík færði öllu íslensku þátttakendunum, en þeir eru 50 talsins. Frá vinstri: Sveinn, Íris, Karl, Helgi og Kristinn. Á myndina vantar Árna Freyr.
Thailandsfararnir vilja senda öllum þeim sem hafa styrkt þau þakkir og jólakveðju.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Heiðabúana í bolum sem Sparisjóðurinn í Keflavík færði öllu íslensku þátttakendunum, en þeir eru 50 talsins. Frá vinstri: Sveinn, Íris, Karl, Helgi og Kristinn. Á myndina vantar Árna Freyr.