Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skátafélagið Heiðarbúar fagna 80 ára afmæli sínu
Eydís og Hafsteinn taka við viðurkenningu.
Fimmtudagur 5. október 2017 kl. 13:18

Skátafélagið Heiðarbúar fagna 80 ára afmæli sínu

- Heiðruðu velunnara félagsins

Skátafélagið Heiðabúar fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 15. september síðastliðinn og í tilefni þess var farið í sögugöngu þann 1. október síðastliðinn. Þar var áttatíu ára saga skátafélagsins rakin frá árinu 1937 til dagsins í dag. Leiðsögumaður göngunnar var Helgi Biering og var gangan afar fróðleg og skemmtileg.

Að göngu lokinni var boðið upp á kaffisamlæti í núverandi skátaheimili Heiðarbúa þar sem velunnarar félagsins voru heiðraðir. Eydís B. Eyjólfsdóttir og Hafsteinn Guðnason tóku við viðurkenningu fyrir vel unnin störf og stofnun framkvæmdasjóðsins en stofnframlag þeirra og fjölskyldunnar var 100.000 kr og heldur Eydís utan um sjóðinn. Hreinn Óskarsson og Guðrún Ásta Björnsdóttir
tóku við viðurkenningu fyrir natni og vel unnin störf í þágu félagsins til fjölda ára.
Aðalbergur Þórarinnsson og Ólafía Einarsdóttir fengu einnig viðurkenningu frá skátafélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti að veita skátafélagi Heiðarbúa 500 þúsund kr. gjöf í tilefni af 80 ára afmæli skátafélagsins til endurbóta á húsnæði félagsins.

Hreinn Óskarsson og Guðrún Einarsdóttir.

Aðalbergur Þórarinsson og Ólafía Einarsdóttir.

Vakin er athygli á styrktar- og framkvæmdasjóði Heiðabúa í tilefni 80 ára afmælisins sem var 15. september siðastliðinn. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn er bent á reikning sem er í umsjón stjórnar hans undir handleiðslu Eydísar B. Eyjólfdóttur. Reykningsnúmerið er 0142-15-380000, kt. 460279-0899. Allur peningur sem fer inn á þennan reikning fer eingöngu í viðhald og viðgerðir á skátaheimilinu. Margt smátt gerir eitt stórt.