Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skartgripum stolið í innbrotum
Mánudagur 28. nóvember 2016 kl. 12:48

Skartgripum stolið í innbrotum

Tvö innbrot í heimahús voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum undir helgina. Í báðum tilvikum höfðu húsráðendur verið fjarverandi um nokkurn tíma. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu miklu stolið var en ljóst er að þar á meðal eru fjármunir og skartgripir. Málin tvö eru í rannsókn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún vilji  af þessu tilefni minna á mikilvægi þess að fólk gangi vel og tryggilega frá heimilum sínum áður en að heiman er haldið. Jafnframt að nágrannavarsla reynist vel og því sé gagnlegt að tilkynna nágrönnum um væntanlega brottför.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024