Skarst á höfði og fluttur til Reykjavíkur
Lögregla og sjúkralið var kallað að veitingastað í Keflavík í nótt, en fyrir utan staðinn hafði maður fallið og skorist nokkuð á höfði.
Var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Við svo búið var hann fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem hann hafði líklega tekið inn einhver lyf áður en slysið átti sér stað, segir í dagbók lögreglu.






