Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skarst á hendi í flökunarvél
Föstudagur 10. september 2021 kl. 10:33

Skarst á hendi í flökunarvél

Vinnuslys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær. Starfsmaður sem var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Fyrr í vikunni varð annað vinnuslys í Keflavík þar sem eigandi líkamsræktarstöðvar var að vinna að lagfæringum. Hann stóð í stiga sem hallaðist með þeim afleiðingum að maðurinn féll á steypt gólf. Hann fann til eymsla og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024