Skar afmælistertu Samkaupa í 20. skiptið!
Fjölmargir lögðu leið sína í Samkaup í Njarðvík í gær til að fagna 20 ára afmæli verslunarinnar. Um tíma var örtröð á bílastæði Samkaupa og inni í búðinni var margt um manninn, enda afmælistilboð sem ekki var hægt að láta frá sér sleppa og kynningar um alla búð. Þá var Jóhanna Hallgrímsdóttir við afmælistertu Samkaupa í 20. skiptið, en Nanna, eins og hún er kölluð, hefur skorið tertuna frá því fyrst var haldið upp á afmælið.Það er óhætt að segja að hægt sé að gera góð kaup í Samkaup þessa dagana, því t.a.m. er 40% afsláttur í fatadeildinni á öllum vörum. Góð ástæða til að kaupa jólafötin á alla fjölskylduna á verulega lækkuðu verði.