Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 09:31
Skaplegt veður en væta næstu daga
Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi
Veðurhorfur næsta sólarhring. Austan 5-10 m/s og skúrir. Hæg breytileg átt og þurrt að kalla í nótt, en suðvestan 5-10 skúrir á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Færð á vegum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en annars eru vegir að heita má auðir á Suðurlandi.