Skapillur selur ætlaði yfir Reykjanesbrautina
Lögreglumenn úr Keflavík ráku skapillan sel frá því að fara upp á Reykjanesbrautina í Hvassahrauni nú í hádeginu.Lögreglumennirnir Hörður Óskarsson og Kristján Geirsson tóku það að sér að narra dýrið niður í fjöru með aðstoð vegfarenda. Dýrið var grimmt og urraði mikið á lögreglumennina og ljósmyndara Víkurfrétta sem smellti meðfylgjandi myndum.