Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skapa 200 störf fyrir ungt fólk í Reykjanesbæ
Föstudagur 17. apríl 2009 kl. 12:27

Skapa 200 störf fyrir ungt fólk í Reykjanesbæ

Bæjarráð Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að fela starfshópi um sumarvinnu ungs fólks frekari útfærslu á verkefnum fyrir samtals 26 milljónir króna til að skapa sumarstörf fyrir allt að 200 einstaklinga í 4 vikur.

Verkefnin eru fyrir ungmenni 17 ára og eldri og fela í sér vinnu við fegrun umhverfis s.s. skógrækt, garðyrkju, hreinsun og fl.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun og Skógræktarfélag Suðurnesja sem og Reykjaneshöfn og Þjónustumiðstöð Reykjanesbjæar.

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru 279 ungmenni á aldrinum 17 - 25 ára í Reykjanesbæ á atvinnuleysisskrá. Til viðbótar er ungt skólafólk sem leitar að sumarvinnu.

Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili endanlegum tillögum til bæjarráðs í lok apríl.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024