Skammsýni skipulagsyfirvalda
Jóhann Geirdal (J) sagði, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag, að það bæri ekki vott um mikla framsýni, þegar yfirvöld færu út í að skipuleggja einstaka reiti, í stað þess að skipuleggja heil svæði, m.t.t. umferðar og fleiri þátta.Jóhann varpaði þessu fram í tengslum við umsókn Fídusar ehf. um að byggja fjölbýlishús að Vatnsnesvegi 29 í Keflavík, en Skiplags- og bygginarnefnd hafði samþykkti í síðustu viku að gera deiliskipulag fyrir lóðina. Bæjarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar. Jóhann tók þó sérstaklega fram að þessi skoðun ætti ekki einungis við þetta mál, heldur væri þetta yfirlýst skoðun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, sem gilti almennt um skipulagsmál.