Skallaði ítrekað hurð og uppskar skurð á enni
Í nótt kl. 01:02 var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að veitingastað í Keflavík, þar hafði ölvaður maður verið til vandræða og voru dyraverðir að koma honum út úr húsi. Á útleið skallaði sá ölvaði ítrekað í útidyrahurðina og fékk skurð á enni. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var þar gert að sárum hans.
Rétt fyrir kl. 03:00 fékk ölvaður maður að gista fangageymslu lögreglunnar, eftir að hafa verið til vandræða á veitingastað í Keflavík.
Þrjú partýhávaðaútköll voru í sömu íbúðina í Keflavík í nótt.
Rétt fyrir kl. 03:00 fékk ölvaður maður að gista fangageymslu lögreglunnar, eftir að hafa verið til vandræða á veitingastað í Keflavík.
Þrjú partýhávaðaútköll voru í sömu íbúðina í Keflavík í nótt.