Skákfélag Reykjanesbæjar fær afnot af Framsóknarhúsinu
Í dag var undirritaður samningur þess efnis að Skákfélag Reykjanesbæjar fái afnot af húsnæði Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ við Hafnargötu fyrir æfingar einu sinni í viku hverri fram til 31. desember 2002. Skákfélag Reykjanesbæjar hefur verið í húsnæðisvandræðum í langan tíma og var þetta því kærkomið fyrir félagið að fá afnot af húsnæði Framsóknarflokksins.
Í dag var haldinn sérstakur skákdagur í tilefni af undirritun samningsins og fengu bæjarbúar að tefla við skákmeistara úr skákfélaginu og einnig gafst kostur á að etja kappi við hina ötulu skákmenn Framsóknarflokksins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritun samningsins og af skákdegi Framsóknar.
Í dag var haldinn sérstakur skákdagur í tilefni af undirritun samningsins og fengu bæjarbúar að tefla við skákmeistara úr skákfélaginu og einnig gafst kostur á að etja kappi við hina ötulu skákmenn Framsóknarflokksins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritun samningsins og af skákdegi Framsóknar.