Skagagarðinum verði sýndur sómi
Ferða-, safna- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur áhyggjur af því að einn sögufrægasti staðurinn í Garðinum, sjálfum Skagagarðurinum, sé ekki sýndur mikill sómi.
Fyrir nokkrum mánuðum var húsið Móar rifið en þar var hugmynd að setja upp staldur fyrir ferðamenn og merkingar og söguskilti um Skagagarðinn, þessa einu merkustu byggingu frá landnámsöld og bærinn ber nafn sitt af.
„Þarna er óhrjáleg hola og hörmulegt að sjá hvernig gengið hefur verið frá eftir að húsið var fjarlægt“, segir í fundargerð nefndarinnar. Nefndin skorar á bæjaryfirvöld að láta nú þegar lagfæra svæðið og koma því í lag.