Skafrenningur á brautinni
Töluverður skafrenningur er á Reykjanesbraut þessa stundina, en snjór hefur lítið safnast saman. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hefur umferðin gengið vel í morgun. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir töluverðri snjókomu á suður- og vesturlandi í nótt, en léttir til á suðvestanverðu landinu síðdegis á morgun.
VF-ljósmynd/JKK.