Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkrahússorpið frá Suðurnesjum til Ísafjarðar
Föstudagur 10. janúar 2003 kl. 09:00

Sjúkrahússorpið frá Suðurnesjum til Ísafjarðar

Útlit er fyrir að allt sjúkrahússorp af höfuðborgarsvæðinu verði flutt með gámum til Ísafjarðar og því eytt í sorpbrennslustöðinni Funa. Með hugtakinu „sjúkrahússorp“ er átt við sérstakan úrgang frá heilbrigðisstofnunum sem hefur í för með sér meiri sýkingarhættu og hættu á meiðslum en annar úrgangur. Til þessa flokks heyrir sóttmengaður úrgangur, líkamsleifar, hvassir hlutir, lyfjaúrgangur og frumubreytandi efni, sem geta haft stökkbreytingar í för með sér. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur til þessa fargað sorpinu en heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að því verði hætt. Í svari umhverfisráðherra til Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi í haust kom fram, að Sorpbrennsla Suðurnesja tók á móti 280 tonnum af sjúkrahússorpi árið 2001.

Í Svæðisútvarpi Vestfjarða kom fram, að samkvæmt upplýsingum umhverfisráðherra í þessari viku blasi við, að besta úrræðið sé að flytja þetta sorp í Funa meðan ekki er til fullkomnari aðstaða á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurnesjum.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta, www.bb.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024