Sjúkrahúsinu gefið fullkomið skurðborð
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum og Kvenfélag Keflavíkur afhentu nú síðdegis nýtt fullkomið skurðborð á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Borðið er mjög fullkomið og þægilegt í umgengni fyrir lækna og starfsfólk á skurðstofu, auk þess sem það fer vel um sjúklinginn - þó svo hann sofi yfirleitt af sér öll þægilegheitin!Borðið kostar um þrjár milljónir króna og kemur í stað skurðborðs sem var komið til ára sinna og gaf reyndar upp öndina tveimur dögum eftir að nýja borðið kom í hús í Keflavík.
Konráð Lúðvíksson læknir tók við borðinu fyrir hönd starfsfólks á skurðstofu og lýsti ánægju sinni með kaupin á borðinu. Hann sýndi viðstöddum jafnframt hvernig borðið virkar og var almenn ánægja með gjöfina við afhendingu hennar í dag.
Konráð Lúðvíksson læknir tók við borðinu fyrir hönd starfsfólks á skurðstofu og lýsti ánægju sinni með kaupin á borðinu. Hann sýndi viðstöddum jafnframt hvernig borðið virkar og var almenn ánægja með gjöfina við afhendingu hennar í dag.