Sjúkraflutningum frá Grindavík best borgið hjá BS
Sjúkraflutningum frá Grindavík er frá faglegum sjónarhóli best borgið hjá Brunavörnum Suðurnesja, BS. Þetta segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS.
Sjúkraflutningar í Grindavík, sem eru á ábyrgð HSH, hafa verið talsvert til umræðu. Rökstuðningi HSS hefur verið komið á framfæri við bæjarráð Grindavíkur sem er ósammála þeim rökstuðningi.
Grindavíkurbæ var þá boðið að taka sjúkraflutningana yfir með þjónustusamningi við HSS og eru viðræður við bæinn framundan í þeim efnum. Ekki hefur verið gengið frá endanlegri niðurstöðu í málinu.