Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu við fæðingu í Garði
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 11:43

Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu við fæðingu í Garði

– móður og barni heilsast vel

Sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja aðstoðuðu við fæðingu í heimahúsi í Garðinum í nótt. Þeir tóku á móti stúlkubarni og heilsast bæði móður og barni vel.

Óskað var eftir sjúkrabíl í Garðinn í nótt til að flytja þungaða konu á sjúkrahús. Eitthvað var barnið að drífa sig í heiminn því sjúkraflutningamennirnir voru rétt komnir á staðinn þegar barnið ákvað að koma í heiminn.

Fæðingin gekk vel. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru móðir og barn flutt á kvennadeild Landspítalans í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024