Sjúkraflugvélar taka eldsneyti í Keflavík
Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim stöðum sem aldrei sefur. Flugvélar eru að koma og fara á öllum tímum sólarhringsins. Það er ekki bara venjulegt farþegaflug sem fer um flugvöllinn. Þar fara reglulega um sjúkraflugvélar sem flytja veika og slasaða á milli heimsálfa. Ein sjúkraflugvél hafði viðkomu í Keflavík í nótt á leið sinni vestur um haf með sjúkling. Tekið var eldsneyti hjá Suðurflugi og keyptar veitingar fyrir þá sem í vélinni voru. Talsverður viðbúnaður er þegar sjúkraflugvélar koma og meðal annars er sjúkabíll tiltækur ef flytja þarf sjúklinginn á næsta sjúkrahús.
Myndirnar voru teknar í nótt.
- Sjá nánar í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is