Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 6. mars 2001 kl. 10:19

Sjúkraflug til Reykjavíkur ekki lífsnauðsynlegt

Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráðaþjónustusviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir að nálægð innanlandsflugvallar sé æskileg en ekki lífsnauðsynleg. „Í lífsnauðsynlegum tilfellum er þyrla notuð í flestum tilfellum því hún er fljótust á vettvang þegar alvarleg slys eða bráðaveikindi koma upp á utan Reykjavíkur“, segir Brynjólfur en það getur komið fyrir að veður eða bilanir komi í veg fyrir að hægt sé að nota þyrluna.
Þegar slys eða veikindi ber að utan þéttbýlis er flutningstími yfirleitt nokkuð langur, að sögn Brynjólfs og læknir á viðkomandi svæði þá oft búinn að veita fyrstu hjálp. Séu aðstæður þannig að þyrlan geti ekki flogið er yfirleitt heldur ekki hægt að senda sjúkraflug á staðinn og því oft búið að veita fyrstu hjálp. „Þess vegna er ekki lífsnauðsynlegt að völlurinn sé í Vatnsmýrinni, en það er æskilegt.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024