Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkraflug í Gnúp GK á Reykjaneshrygg tókst vel
Mánudagur 22. júní 2009 kl. 11:21

Sjúkraflug í Gnúp GK á Reykjaneshrygg tókst vel

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út kl. 22:20 í gærkvöldi eftir að togarinn Gnúpur GK frá Grindavík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Slys varð um borð í togaranum þegar skipverji féll um borð og skaddaðis á baki. Læknir úr áhöfn þyrlunnar fékk upplýsingar um ástand skipverjans og ákveðið var að hann yrði sóttur.

Togarinn er staddur á Reykjaneshrygg eða um 180 sjómílur undan Reykjanesi. Sigldi togarinn á fullri ferð til lands, til móts við þyrluna. Kom TF-LÍF að togaranum kl. 01:22. Sigmaður seig niður með börur og undirbjó skipverjann fyrir flutning. Var hann síðan hífður um borð, var því lokið kl. 01:36.

Sjúkraflutningur gekk vel, lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 02:55 þar sem sjúkrabifreið sótti manninn og flutti á slysadeild.
Á Reykjaneshrygg var veðurfar 20-25 hnútar, skyggni og skýjafar þokkalegt, sjólag 3-4 metrar, segir í frétt Landhelgisgæslunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024