Sjúkrabíllinn ekki notaður aftur í neyðarakstur
Sjúkrabíllinn sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í morgun verður ekki notaður framar til sjúkraflutninga eða í neyðarakstur. Bifreiðin er þó nokkuð skemmd, þó svo ytra tjón á bílnum sé ekki mikið.Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að stýrisbúnaður og grind bifreiðarinnar væru skemmd. „Það er ekki æskilegt að nota þennan bíl áfram í okkar þjónustu“, sagði Sigmundur. Hann sagði þó skoðunarmenn trygginga eiga eftir að meta tjónið á bílnum.
Það er lán í óláni að sjúkrabifreið sem verið hefur á flakki um landið og er ætluð Rauða kross deildinni á Suðurnesjum er komin til Reykjavíkur og verður strax tekin í notkun sem fjórði bíll í útkall. Þá er um mánuður í að Rauða kross deildin á Suðurnesjum fái afhenta nýja sjúkrabifreið.
Það er lán í óláni að sjúkrabifreið sem verið hefur á flakki um landið og er ætluð Rauða kross deildinni á Suðurnesjum er komin til Reykjavíkur og verður strax tekin í notkun sem fjórði bíll í útkall. Þá er um mánuður í að Rauða kross deildin á Suðurnesjum fái afhenta nýja sjúkrabifreið.