Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkrabíll í forgangi: Torfær leið í útkall
Föstudagur 18. júlí 2008 kl. 20:58

Sjúkrabíll í forgangi: Torfær leið í útkall



Fyrr í dag greindum við frá óánægju ökumanna með lokun á Njarðarbrautar í Reykjanesbæ. Gatan, sem er lífæð Reykjanesbæjar, hefur verið lokuð í marga daga vegna framkvæmda við veginn. Nú undir kvöld varð ljósmyndari Víkurfrétta svo vitni að því þegar sjúkrabifreið í forgangsakstri lenti í vandræðum með að komast framhjá vinnuvél sem lokaði veginum. Sjúkrabílnum var ekið um torfæra leið framhjá vinnuvélinni og kastaðist sjúkrabíllinn talsvert til við aðfarirnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Tækjabifreið slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja kom í kjölfar sjúkrabílsins. Strákarnir á tækjabílnum óku hins vegar yfir bílastæði framan við eina af þjónutubyggingum Nesvalla.
Framkvæmdirnar á Njarðarbraut tefja fyrir ferðum bíla í forgangsakstri, sem þurfa að fara aðrar og seinfarnari leiðir. Njarðarbrautin er sú leið sem sjúkralið, slökkvibílar og lögregla fara þegar útköll koma úr Njarðvík, af Reykjanesbraut eða úr t.d. Vogum.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson