Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjúkrabíll af Suðurnesjum klessukeyrður
Sunnudagur 16. desember 2012 kl. 14:39

Sjúkrabíll af Suðurnesjum klessukeyrður

Nú eru aðeins tveir sjúkrabílar til taks í Reykjanesbæ eftir að sjúkrabíll frá Suðurnesjum lenti í árekstri í Hafnarfirði nú áðan. Bíllinn var í forgangsakstri þegar ekið var á hann í hringtorgi.

Kallaður var út sjúkrabíll frá Hafnarfirði til að koma sjúklingi sem verið var að flytja áfram á sjúkrahús. Enginn slasaðist í árekstrinum en sjúkrabíllinn er óökuhæfur. Nú er verið að flytja hann til Suðurnesja til viðgerðar.

Brunavarnir Suðurnesja taka í notkun nýjan sjúkrabíl í næstu viku. Nú er verið að standsetja þann bíl og þeirri vinnu verður nú flýtt til að tryggja að fleiri sjúkrabílar verið tiltækir. Einhverja daga mun taka að laga bílinn sem lenti í árekstrinum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024