Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 6. apríl 2002 kl. 00:18

Sjúkrabílar í slysaöldu á Suðurnesjum

Þó svo rólegt hafi verið á vaktinni hjá lögreglu þá hafa sjúkrabílarnir í Keflavík haft í nógu að snúast í allan dag (föstudag). Vinnuslys varð á Keflavíkurflugvelli í dag þegar varningur slitnaði úr krana og féll á mann. Hann hlaut einhverja áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þrír sjúkrabílar voru á tímabili samtímis í útkalli að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra.Í kvöld féll maður af hestbaki í gerði við hesthúsabyggðina á Mánagrund. Maðurinn missti meðvitund en rankaði við sér aftur og varð hressari eftir að sjúkraflutningsmenn og lögregla höfðu aðstoðað manninn. Þar fór betur en talið var í fyrstu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024