Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 13. apríl 2002 kl. 11:00

Sjúkrabifreið og fólksbíll í hörðum árekstri

Sjúkrabifreið og fólksbifreið lentu í hörðum árekstri í Kúagerði á Reykjanesbraut snemma í morgun. Sjúkraflutningsmennirnir slösuðust minniháttar en ökumaður fólksbifreiðarinnar meira.Sjúkrabíllinn var að koma úr sjúkraflutningi frá Reykjavík en fólksbifreiðin var á leiðinni til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi misst stjórn á bílnum í krapa á veginum en talsverður krapi var á brautinni í Kúagerði. Kranabíl þurfti til að flytja bílana á brott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024