Sjóvarnargarður við Njarðvíkurhöfn lengdur
Undanfarna daga hafa staðið yfir miklir sjóflutningar með efni frá Helguvík að Njarðvíkurhöfn. Unnið er að því að lengja sjóvarnargarðinn við norðurgarð hafnarinnar og verður garðurinn lengdur út að baujunni við höfnina. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem vinna við sjóvörnina en til verksins er notað efni sem fellur til í Helguvík þar sem sprengt er fyrir lóð sem eyrnamerkt hefur verið stálpípuverksmiðju.Það er prammi sem ber nafnið Hrappur sem flytur efnið frá Helguvík og að Njarðvíkurhöfn.
VF-mynd: Hrappur undirbýr losun jarðefna utan við Njarðvíkurhöfn nú í vikunni. Mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hrappur undirbýr losun jarðefna utan við Njarðvíkurhöfn nú í vikunni. Mynd: Hilmar Bragi