Sjóvarnargarður við golfvöllinn í Sandgerði að bresta
Sjóvarnargarður við golfvöllinn í Sandgerði hefur sigið niður og hefur sjór gengið upp á teig við 6. holu og hefur mikill þari gengið yfir flötina. Að sögn Hallvarðar Þ. Jónssonar formanns Golfklúbbs Sandgerðis er skeljasandur sem er undir stórgrýtinu farinn að síga frá og við það fer sjóvarnargrjótið niður. „Við höfum verið að vinna að því að reistur verði almennilegur sjóvarnargarður við golfvöllinn. Ég hef bent þingmönnum á að grjótið sem fjarlægt er úr Helguvík sé kjörið til að setja sem sjóvörn við golfvöllinn. Það er verið að vinna í þessum málum, en það er ljóst að það þarf eitthvað að gera,“ sagði Hallvarður í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd/JKK: Eins og sjá má á myndinni hefur sjór gengið yfir flötina við 6. holu.