Sjötugur með kók í Leifsstöð
Tæplega sjötugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið tekin með tæpt kíló af kókaíni. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í síðustu viku við komuna frá Kaupmannahöfn.
Efnin fundust við reglubundna leit í ferðatöskum mannsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á að maðurinn sé burðardýr, en hann hefur aldrei komið við sögu lögreglu áður. Frá þessu var greint á visir.is.