Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Sjötugur í ölvunarakstri
Miðvikudagur 28. nóvember 2012 kl. 08:59

Sjötugur í ölvunarakstri

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ökumann vegna gruns um að hann væri ölvaður undir stýri. Svo reyndist vera og var ökumaðurinn, sjötugur karlmaður handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar viðurkenndi hann brot sitt og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Á Njarðarbraut mældist einn þeirra á 100 kílómetra hraða, en hámarkshraði þar er 50 kílómetrar á klukkustund. Hinir, sem kærðir voru, óku of hratt á Reykjanesbrautinni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner