Sjóslys út af Njarðvíkurhöfn
Klukkan 19:39 barst Neyðarlínu tilkynning um sjóslys út af Njarðvíkurhöfn þar sem tveir menn voru í sjónum.
Viðbragðsaðilar lögreglu, sjúkraliðs, Landsbjargar ásamt og þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til og var búið að ná mönnunum úr sjónum um klukkan 20:11.
Báðir aðilar voru fluttir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi en lögregla segir ekki unnt að greina frá ástandi aðilana að svo stöddu og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að sinni.
Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir.