Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjórinn síkáti um helgina
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 08:34

Sjórinn síkáti um helgina

– 48 síðna kynningar- og afmælisblað um Grindavík

Í tilefni 40 ár kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður sérstaklega mikið lagt í dagskrá Sjóarans síkáta í ár, bæjarhátíð Grindvíkinga, sem verður 30. maí til 1. júní nk. Þar verður rjóminn af bestu skemmtikröftum landsins alla sjómannadagshelgina og dagskráin er metnaðarfull og fyrir alla aldurshópa.

Í tilefni afmælisins hafa Víkurfréttir, í samvinnu við Grindavíkurbæ, gefið út glæsilegt 48 síðna kynningar- og afmælisblað með ítarlegri umfjöllun um menn og málefni, kynningu á fyrirtækjum, þjónustuaðilum, starfsemi bæjarins og stórskemmtilegu mannlífi Grindvíkinga sem eru landsfrægir fyrir lífsgleði sína. Þar er jafnframt að finna dagskrá Sjóarans síkáta 2014.

Dagskrá Sjóarans síkáta er í afmælisblaðinu í viðhengi og er einnig hægt að nálgast á www.sjoarinnsikati.is

 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024