Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjórinn kraumaði af loðnu undir björgunarsveitarmönnum
Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 22:57

Sjórinn kraumaði af loðnu undir björgunarsveitarmönnum

Síðustu tvo sólarhringa hafa björgunarsveitarmenn úr Sandgerði farið í tvö útköll til að skera veiðargæri úr skrúfum báta utan við Sandgerði.

Í gær, fimmtudag, fóru sveitarmenn á björgunarbátnum Kidda Lár um 25 sjómílur út á haf með tvo kafara til að skera úr skrúfunni á trillu. Það verkefni gekk mjög vel.

Síðustu nótt var síðan farið á Hannesi Þ. Hafstein um 15 mílur út í haf til að skera úr annarri skrúfu.

Að sögn björgunarsveitarmanna urðu þeir varir við mikið af loðnu þegar þeir fóru á Kidda Lár í fyrri leiðangurinn. Þar voru þeir í meiri snertingu við sjóinn, sem var tjarnsléttur og mikil loðnulykt í loftinu.

Á stóru svæði kraumaði sjórinn af loðnu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024