Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjóræningjar á Reykjaneshrygg
Föstudagur 27. maí 2005 kl. 19:51

Sjóræningjar á Reykjaneshrygg

7 sjóræningjatogarar eru á veiðum suðvestur af Reykjanesi við 200 sjómílna lögsögumörkin. Sjóræningjatogararnir eru þau skip sem ekki eru með leyfi til veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði NEAFC, Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar.

Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug út á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag en í því flugi sá áhöfnin 60 erlenda úthafskarfatogara.

Myndirnar tók áhöfn TF-SYN en á myndinni sést Sunny Jane frá Belize taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjaskipum. Um er að ræða Okhotino sem skráð er í Dominika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024