Sjóræningjar á hryggnum
Syn, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, fór í gæsluflug í morgun m.a. til að kanna ástandið á úthafskarfaslóð á Reykjaneshrygg.
Á meðfylgjandi myndi má sjá sjóræningjaskipið Evu, sem skráð er í Georgíu, með veiðarfærin úti.
Í eftirlitsfluginu sáust auk sjóræningjaskipsins Evu fleiri sjóræningjaskip frá Georgíu en það eru Carmen, Rosita, Juanita, Pavlovsk, Dolphin, Ulla og Isabella.
Aflabrögð á svæðinu eru sæmileg að sögn skipstjóra sem eru þar að karfaveiðum.
Eins og áður hefur komið fram getur Landhelgisgæslan ekki fært erlenda togara, sem stunda ólöglegar veiðar á úthafinu, til hafnar en tilkynnt verður um athafnir þeirra til Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins sem gerir viðeigandi ráðstafanir. Skipin fara á svartan lista og það verður til þess að þau eiga ekki að fá neina þjónustu í höfnum aðildarríkja ráðsins. Þar er um að ræða Evrópusambandslöndin öll, Rússland, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noreg auk Íslands.
Sjá heimasíðu Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins - NEAFC á slóðinni:
http://neafc.org/
Á meðfylgjandi myndi má sjá sjóræningjaskipið Evu, sem skráð er í Georgíu, með veiðarfærin úti.
Í eftirlitsfluginu sáust auk sjóræningjaskipsins Evu fleiri sjóræningjaskip frá Georgíu en það eru Carmen, Rosita, Juanita, Pavlovsk, Dolphin, Ulla og Isabella.
Aflabrögð á svæðinu eru sæmileg að sögn skipstjóra sem eru þar að karfaveiðum.
Eins og áður hefur komið fram getur Landhelgisgæslan ekki fært erlenda togara, sem stunda ólöglegar veiðar á úthafinu, til hafnar en tilkynnt verður um athafnir þeirra til Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins sem gerir viðeigandi ráðstafanir. Skipin fara á svartan lista og það verður til þess að þau eiga ekki að fá neina þjónustu í höfnum aðildarríkja ráðsins. Þar er um að ræða Evrópusambandslöndin öll, Rússland, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noreg auk Íslands.
Sjá heimasíðu Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins - NEAFC á slóðinni:
http://neafc.org/