Sjór í fremri lestum skipsins
Sjór er kominn í fremri lestar Guðrúnar Gísladóttur þar sem skipið liggur á strandstað um kílómetra frá landi á skeri við Nappstraumen við Lófóteyjar í Norður Noregi. Veður á staðnum er stillt en skipið hallar um 45 gráður á stjórnborða. Von var á dráttarbáti kl. fimm að norskum tíma og einnig er búist við norsku varðskipi á staðinn um miðnættið.Skipverjum var öllum bjargað af norsku strandgæslunni um hálftíma eftir að neyðarkall barst frá skipinu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi fyrir Víkurfréttir.
Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi fyrir Víkurfréttir.