Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. mars 2002 kl. 16:33

Sjópróf vegna Bjarma verða á föstudag

Sjópróf vegna Bjarma VE 66, sem fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar síðastliðinn, fara fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur, viku eftir að Tryggingamiðstöðin hf. lagði fram beiðni um þau. Fjórir menn voru um borð í Bjarma sem var á leið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum.Matthías Hannesson fórst með bátnum og hálfbróður hans, Snorra Norðfjörð, er enn saknað, en tveir menn komust lifs af. Sjóslysið er til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024