Sjópróf vegna Bjarma verða á föstudag
Sjópróf vegna Bjarma VE 66, sem fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar síðastliðinn, fara fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur, viku eftir að Tryggingamiðstöðin hf. lagði fram beiðni um þau. Fjórir menn voru um borð í Bjarma sem var á leið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum.Matthías Hannesson fórst með bátnum og hálfbróður hans, Snorra Norðfjörð, er enn saknað, en tveir menn komust lifs af. Sjóslysið er til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa.