Sjónvarpsþáttur um 40 ára Grindavík
– sýndur á ÍNN að kvöldi sumardagsins fyrsta.
Sjónvarpsþáttur um 40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þátturinn átti upphaflega að verða sýndur á skírdag en ÍNN var með óhefðbundna dagskrá yfir páskana og fastir liðir eins og Sjónvarp Víkurfrétta fengu óvænt frí.
Víkurfréttir framleiða sjónvarpsþáttinn um kaupstaðarafmæli Grindavíkur í samstarfi við Grindavíkurbæ. Þar verður sýnt frá hátíðarhöldunumí tilefni afmælisins og rætt m.a. við heiðursverðlaunahafa, forseta Íslands, forseta bæjarstjórnar og ýmsa fleiri á þessu bjarta hátíðisdegi sem tókst einstaklega vel.
Sjónvarpsþátturinn um Grindavík hefur verið aðgengilegur á vef Víkurfrétta síðustu daga. Hér að neðan eru tenglar á þáttinn, sem er í tveimur hlutum.
Fyrri hluti þáttarins:
http://www.vf.is/frettir/svf-forsetahjonin-heimsottu-grindavik/61617
Seinni hluti þáttarins:
http://www.vf.is/frettir/svf-afmaelishatid-i-grindavik/61618