Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjónvarpað frá útför Rúnars í DUUShús og Fríkirkjuna
Fimmtudagur 11. desember 2008 kl. 10:45

Sjónvarpað frá útför Rúnars í DUUShús og Fríkirkjuna

Útför Rúnars Júlíussonar tónlistarmanns verður gerð frá Keflavíkurkirkju á morgun klukkan 14. Búist er við fjölmenni við útförina og þess vegna verður henni sjónvarpað yfir í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, í Duushúsin í Keflavík og í Fríkirkjuna í Reykjavík.

Í Fríkirkjunni mun séra Hjörtur Magni Jóhannsson taka á móti kirkjugestum en kirkjan verður opnuð klukkan 13.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024