Sjónvarp Víkurfrétta: Samstarf Matorku og Keilis
Fyrirtækið Matorka vinnur nú að því að setja á fót 3000 tonna fiskeldisstöð vestan Grindavíkur. Í tengslum við uppsetningu stöðvarinnar hefur Matorka gert samkomulag við Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Keilir hefur byggt upp öflugar rannsóknarstofur sem munu nýtast í rannsóknum Matorku í verkefnum sem nemendur Keilis munu vinna. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við fulltrúa frá Matorku og Keilis.