Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN kl. 21:30 í kvöld
Frá kraftlyfingamóti sem Massi hélt um síðustu helgi. Svipmyndir frá mótinu eru í þætti kvöldsins.
Fimmtudagur 13. mars 2014 kl. 19:49

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN kl. 21:30 í kvöld

Fimmti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður sýndur á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er fjölbreyttur að vanda og er komið víða við í mannlífinu á Suðurnesjum.

Meðal annars fylgjumst við með Katrínu Ösp Magnúsdóttur í júdótíma í Vogum. Það væri ekki frétt nema að hún er gengin næstum 9 mánuði með sitt fjórða barn og æfir júdó af kappi.

Í þættinum kíkjum við á kraftlyftingamót kvenna í Njarðvík og tökum hús á Fríðu Dís Guðmundsdóttir söngkonu sem stundar nú listasögu í París.

Við kíkjum í Offiseraklúbbinn á Ásbrú og ræðum við Reyni Guðjónsson, sem var veitingamaður þar á tímum Varnarliðsins - og er enn í Offanum.

Í þættinum er kíkt í dans og á frumsýningu á Ávaxtakörfunni.

Þátturinn verður eins og fyrr segir kl. 21:30 í kvöld á ÍNN og verður aðgengilegur í fyrramálið hér á vf.is í 1080P-gæðum.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024