Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Sjónvarp Víkurfrétta á Hringbraut
    Páll Ketilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson.
  • Sjónvarp Víkurfrétta á Hringbraut
    Páll Ketilsson á ritstjórn Víkurfrétta þar sem Suðurnesjamagasín verður unnið.
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 13:30

Sjónvarp Víkurfrétta á Hringbraut

Vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta verður frá næsta fimmtudegi sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en á annað hundrað þættir hafa verið sýndir á ÍNN síðustu fjögur árin. Þátturinn fær andlitslyftingu og nafn sem hann bar í upphafi, Suðurnesjamagasín og verður á dagskrá á sama tíma, kl. 21.30 á fimmtudagskvöldum.

„Við hlökkum til samstarfs við Hringbrautarfólk en þökkum um leið Ingva Hrafni og ÍNN fyrir samstarfið. Ég þekki til margra á Hringbraut en við Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri áttum mjög gott samstarf á árum okkar hjá Stöð 2,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

Sigmundur segir það mikinn feng að fá Víkurfréttir til liðs við Hringbraut en stöðin vill efla hlut sinn á landsbyggðinni. Stöðin hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og fagmennsku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fyrsta Suður­nesjamagasíni Vík­ur­frétta á Hringbraut verður rætt við nýj­asta menn­ing­ar­verðlauna­hafa Reykja­nes­bæj­ar, sýnt frá opn­un sýn­ing­ar­inn­ar „Þó líði ár og öld“ í Hljóma­höll­inni, fjallað um marg verðlaunað læsisverkefni Leik­skól­ans Holts í Innri-Njarðvík og kíkt í kjör­búð Sam­kaupa í Garði.

Þátturinn er auðvitað líka sýndur á Víkurfréttavefnum, vf.is sem og á kapalrás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.